Selfoss mætir meisturunum og Ægir fer norður

Fylkisbaninn Ágúst Karel Magnússon og félagar hans í Ægi mæta KA. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag var dregið í undanúrslit kvenna og 8-liða úrslit karla í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu.

Kvennalið Selfoss fær ríkjandi bikarmeistara Breiðbliks í heimsókn á Selfoss en í hinni viðureign undanúrslitanna mætast Stjarnan og Valur. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram 12. og 13. ágúst.

Næsti kafli í bikarævintýri 2. deildarliðs Ægis verður skrifaður á Akureyri en Ægismenn mæta KA í 8-liða úrslitunum. Leikurinn fer fram á nýja Greifavellinum á Akureyri þann 10. ágúst næstkomandi.

Aðrir leikir í 8-liða úrslitum karla eru HK-Breiðablik, Víkingur R-KR og Kórdrengir-FH.

Fyrri grein22 sækja um starf sveitarstjóra
Næsta grein„Staðfesting á sköpunarkrafti og frumleika“