Selfoss mætir ÍR í 16-liða úrslitum

Selfyssingar komust í undanúrslit bikarkeppninnar á síðustu leiktíð, þar sem þeir töpuðu gegn KA. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær var dregið í 16 liða úrslit í bikarkeppni karla í handbolta. Selfyssingar drógust gegn ÍR á útivelli og fer leikurinn fram þann 16. desember næstkomandi.

ÍR situr í 10. sæti Olísdeildarinnar eins og staðan er í dag, en Selfoss er í 7. sæti.

Valsmenn, sem eru ríkjandi bikarmeistarar, mæta ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:

HK – Afturelding
Víðir – KA
FH – Stjarnan
Kórdrengir – Hörður
Víkingur – Haukar
ÍBV 2 – Fram

Fyrri greinSextán ára stigahæstur hjá Selfyssingum – Hamar og Hrunamenn sigruðu
Næsta greinFyrsta skóflustungan að sex íbúða kjarna fyrir fatlað fólk