Selfoss mætir Breiðabliki í undanúrslitum

Bikarmeistarar Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bikarmeistarar Selfoss mæta Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu.

Dregið var í undanúrslitin í kvöld. Í hinni viðureigninni mætast KR og Þór/KA.

Undanúrslitaleikirnir verða leiknir á hlutlausum velli og er stefnt að því að þeir fari fram sunnudaginn 1. nóvember.

Fyrri greinFengu tvö víti á sig á lokamínútunum
Næsta greinStarfshópur um heilsueflandi samfélag tekur til starfa