Selfoss mætti ofjörlum sínum

Kvennalið Selfoss í handbolta tapaði með nítján marka mun fyrir toppliði Fram í kvöld í N1-deild kvenna, 33-14.

Það var vitað fyrirfram að róðurinn yrði erfiður fyrir Selfyssinga í þessum leik en liðin eru að berjast á sitthvorum vígstöðvunum á stigatöflunni.

Fram hafði góð tök á leiknum og leiddi 16-5 í hálfleik en lokatölur urðu 33-14.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir voru markahæstar Selfyssinga með 5 mörk, Carmen Palamariu skoraði 2 og þær Kara Rún Árnadóttir og Thelma Björk Einarsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Fyrri greinGöngustíg að Gullfossi lokað
Næsta greinSmith með stórleik í sigri á Fjölni