Selfoss mætir Njarðvík í kvöld

Í kvöld mætir Selfoss Njarðvík á Selfossvelli kl. 19:15 í 32-liða úrslitum Borgunar-bikarsins í knattspyrnu.

Auðun Helgason, aðstoðarþjálfari Selfoss, býst ekki við miklum breytingum fyrir þennan leik. „Menn hafa verið að leggja sig fram en við þurfum samt að gera enn betur,“ sagði Auðun.

Ljóst er að Selfyssingar ætla sér mun meira í kvöld en í leiknum gegn Breiðabliki í síðustu viku og freista þess að komast í 16-liða úrslit. En þeim hefur ekki tekist það í nokkur ár.