Selfoss mætir litháensku meisturunum

Selfyssingar drógust gegn litháensku meisturunum Klaipeda Dragunas í fyrstu umferð EHF Evrópukeppninnar í handbolta.

Dregið var í fyrstu tvær umferðir keppninnar í morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

Selfoss byrjar keppnina á heimavelli 1. eða 2. september en seinni leikurinn fer fram í Litháen 8. eða 9. september.

Sigurvegarinn úr viðureignum Selfoss og Klaipeda Dragunas mun mæta Riko Ribnica frá Slóveníu í 2. umferð en slóvenska liðið varð í 2. sæti í slóvensku deildinni á síðasta tímabili.

Fyrri greinElmar þenur raddböndin á Sólheimum
Næsta greinFlautur með framandi brag í Skálholti