Selfoss mætir HK í bikarnum

Kvennalið Selfoss dróst gegn HK á útivelli í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handbolta.

Dregið var í hádeginu í dag í Ægisgarði í Reykjavík að viðstöddum fulltrúum félaganna.

Karlalið Selfoss situr hjá í 32-liða úrslitunum en Mílan fékk heimaleik á móti KA sem einnig leikur í 1. deildinni.

Bikarleikirnir fara fram dagana 9.-11. nóvember.

Fyrri greinBæjarskrifstofan í nýtt húsnæði
Næsta greinGröfutækni bauð lægst í ljósleiðarann