Selfoss mætir Haukum í kvöld

Lokasprettur deildarkeppninnar í N1 deild karla í handbolta hefst í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Haukum.

Selfoss var í neðsta sæti þegar raðað var upp í síðasta þriðjung deildarkeppninnar. Selfyssingar eiga því heimaleiki gegn Haukum, Akureyri og FH en leika úti gegn HK, Fram, Val og Aftureldingu.

Þegar síðasti þriðjungurinn hefst eru Selfyssingar á botninum með 3 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Valsmenn eru í 6. sæti með 10 stig. Neðsta liðið í deildinni fellur en liðið í 7. sæti fer í umspil við efstu liðin úr 1. deildinni.

Leikjaniðurröðun Selfoss er þessi:

Mán. 21.feb. kl. 19:30
Selfoss – Haukar í Vallaskóla

Fim. 3.mar. kl. 19:30
HK – Selfoss í Digranesi

Fim. 17.mar. kl. 18:30
Selfoss – Akureyri í Vallaskóla

Fim. 24.mar. kl. 19:30
Fram – Selfoss í Framhúsi

Mán. 28.mar. kl. 19:30
Selfoss – FH í Vallaskóla

Fim. 31.mar. kl. 19:30
Valur – Selfoss í Vodafone-höllinni

Fim. 7.apr. kl. 19:30
Afturelding – Selfoss að Varmá

Fyrri greinÖryggi aldraðra verði tryggt
Næsta grein12,5 milljónir á Suðurland