Selfoss mætir Fjölni úti

Selfyssingar mæta Fjölnismönnum á útivelli í 32-liða úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu.

Dregið var í hádeginu í 32-liða úrslit og voru Selfyssingar eina sunnlenska liðið í pottinum.

Leikirnir munu fara fram miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. maí. Selfoss og Fjölnir munu þó mætast áður en kemur að bikarleiknum því liðin eigast við á Selfossvelli nk. föstudag í 1. umferð 1. deildarinnar.