Selfoss laut í gervigras

Magdalena Reimus skoraði fyrra mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði stórt þegar liðið tók á móti Val í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í dag. Lokatölur á Selfossvelli urðu 2-5.

Valur komst í 0-3 á sjö mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik en á 23. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu sem Magdalena Reimus skoraði úr, og á 30. mínútu minnkaði Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir muninn í 2-3.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Valur skoraði tvívegis á fyrstu tuttugu mínútunum í seinni hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-5.

Selfoss er í botnsæti A-deildarinnar án stiga en Valur er í toppsætinu og hefur unnið alla sína leiki.

Fyrri greinSöfnuðu meiri gögnum en væntingar stóðu til
Næsta greinMilljónamiði í Skálanum