Selfoss lagði ÍR á Ragnarsmótinu

Árni Steinn Steinþórsson á Ragnarsmótinu í fyrra. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss sigraði ÍR 25-24 í fyrsta leik Ragnarsmótsins í handbolta sem hófst í íþróttahúsinu Iðu í kvöld. Staðan í hálfleik var 15-12.

Guðjón Baldur Ómarsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Árni Steinn Steinþórsson skoraði 6, Einar Sverrisson 4, Atli Ævar Ingólfsson 2 og þeir Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson, Richard Sæþór Sigurðsson, Sverrir Pálsson, Matthías Örn Halldórsson og Haukur Páll Hallgrímsson skoruðu allir 1 mark.

Pawel Kiepulski, pólskur markvörður sem Selfyssingar eru með á reynslu þessa dagana, varði 14 skot í leiknum og var með 35% markvörslu.

Hjá ÍR var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með 7 mörk og Arnar Freyr Guðmundsson skoraði 5.

Í hinum leik kvöldsins sigruðu Haukar Aftureldingu 30-28. Staðan í hálfleik var 11-11. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 8 mörk fyrir Hauka og Birkir Benediktsson 7 mörk fyrir Aftureldingu.

Á morgun mætast ÍBV og ÍR kl. 18:30 og Víkingur og Afturelding kl. 20:15.

Fyrri greinSelfyssingar komnir á botninn
Næsta greinHrönn opnar sýningu í Listagjánni