Selfoss lagði Fjölni heima

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Fjölni í 1. deild karla í handbolta í kvöld, 29-23. Selfoss er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 33 stig, þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.

Selfyssingar höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en spilamennska liðsins var þó upp og ofan enda langt frá síðasta leik og menn virkuðu frekar þungir á sér. Það kom þó ekki í veg fyrir öruggan sigur. Staðan í hálfleik var 12-9 og forskotið jókst enn frekar í seinni hálfleik.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Andri Hrafn Hallsson, Hörður Másson og Atli Kristinsson skoruðu allir 4 mörk, Andri Már Sveinsson og Atli Hjörvar Einarsson skoruðu 3 mörk, Jóhannes Snær Eiríksson og Gunnar Ingi Jónsson skoruðu 2 mörk og Jóhann Erlingsson 1.

Fyrri greinÁrborg vann grannaslaginn örugglega
Næsta greinRæktó í söluferli