Selfoss lagði KR

Kvennalið Selfoss sigraði KR í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar á gervigrasvellinum í Frostaskjólinu voru 0-1.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eina mark leiksins strax á 4. mínútu leiksins og þar við sat.

Selfoss var þarna að leika sinn annan leik og fékk sín fyrstu stig með sigrinum. Þær eru í fjórða sæti með þrjú stig en KR í öðru með sex eftir þrjá leiki.

Nýju leikmennirnir Valorie O’Brien og Nicole McClure léku sinn fyrsta leik fyrir Selfoss í dag. Næsti leikur Selfoss er gegn FH á Selfossvelli á miðvikudag.