Selfoss lagði HK

Selfyssingar mættu HK í fyrsta leik sínum á Ragnarsmótinu í handbolta í gærkvöldi og sigruðu 31-30.

Selfyssingar voru komnir með gott forskot í seinni hálfleik, 21-26, en þá datt sóknarleikur liðsins niður og HK jafnaði 30-30. Atli Kristinsson skoraði hins vegar síðasta mark leiksins þegar tæp mínúta var eftir.

Ragnar Jóhannsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk en Atli og Guðjón Drengsson skoruðu báðir 7.

Haukar og Valur áttust við í seinni leik kvöldsins þar sem Haukar skildu Valsmenn eftir í upphafi seinni hálfleiks og náðu mest sjö marka forskoti. Lokatölur voru 23-17.

Það voru Selfyssingar sem voru markahæstir í báðum liðum; Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Hauka og Valdimar Fannar Þórsson 6 mörk fyrir Val.

Leikir dagsins á Ragnarsmótinu eru Selfoss – FH kl. 18:30 og Fram – Valur kl. 20:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á morgun.