Selfoss lá gegn toppliðinu

Topplið Stjörnunnar kom í heimsókn á Selfossvöll í gærkvöldi í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Gestirnir reyndust sterkari og lögðu Selfyssinga 0-2.

Fyrri hálfleikur var í járnum, Stjarnan var meira með boltann en Selfossliðið varðist vel og átti nokkur hálffæri í sóknarleiknum sem annars var ekki mjög beittur.

Staðan var 0-0 í hálfleik en eftir rúmlega fimmtán mínútna leik komst Stjarnan yfir eftir klaufagang í vörn Selfoss, en reyndar virtist leikmaður Stjörnunnar handleika boltann í aðdraganda marksins án þess að dómarinn kippti sér upp við það. Markið var á endanum skráð sem sjálfsmark Tiana Brockway.

Stjarnan hélt áfram að sækja en Selfyssingum gekk illa að spila boltanum upp völlinn. Annað mark gestanna kom á 74. mínútu þar sem vörn Selfoss gaf aftur ódýrt mark en Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þá af öryggi fyrir gestina.

Fleiri urðu mörkin ekki en eftir leikinn er 5. sæti deildarinnar með 10 stig og mætir næst HK/Víkingi á útivelli 25. júní.

Fyrri greinAnnar áfangi stúkubyggingarinnar tekinn í notkun
Næsta greinEinars og Hlínar minnst í Herdísarvík