Selfoss lá gegn meisturunum

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu tapaði 4-0 þegar liðið heimsótti nýbakaða Íslandsmeistara Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í dag.

Stjarnan skoraði þrjú mörk á fjórtán mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-0 í leikhléinu. Meistararnir bættu fjórða markinu við á upphafsmínútum síðari hálfleiks og þar við sat.

Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Fyrri greinLágreist byggð í Mjólkurbúshverfinu
Næsta greinSelfoss í 5. sæti á Ragnarsmótinu