Selfoss lá gegn HK

Kvennalið Selfoss í handbolta sótti HK heim í gær í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar í handbolta. Lokatölur urðu 20-16, HK í vil.

Staðan var 12-10 í hálfleik en lítið var skorað í síðari hálfleik og að lokum vann HK sex marka sigur.

Carmen Palamariu var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 5, Hildur Öder Einarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 2 og Kara Rún Árnadóttir skoraði 1 mark.

Lokaumferð deildarinnar fer fram næstkomandi laugardag en þá taka Selfyssingar á móti Fylki í Vallaskóla og hefst leikurinn kl. 13:30. Nái stelpurnar í stig gegn Fylki og hagstæðum úrslitum í leik Vals og KA/Þórs kemst liðið upp í 10. sæti deildarinnar.
Fyrri greinHundaskítur í kirkjugarðinum á Selfossi
Næsta greinÖll hús tengd fyrir áramót