Selfoss-KR frestað vegna smits hjá KR

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Leik Selfoss og KR í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, sem átti að fara fram á Selfossi í kvöld, hefur verið frestað eftir að COVID-smit kom upp í herbúðum KR.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Ríkisútvarpið að starfsmaður kvennaliðsins hefði greinst með veiruna.

Unnið er að smitrakningu en kvennalið KR er að öllum líkindum á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar.