Körfuknattleiksfélag Selfoss hefur samið við átta leikmenn fyrir komandi átök í 1. deild kvenna.
Leikmennirnir eru Anna Katrín Víðisdóttir, Valdís Una Guðmannsdóttir, Perla María Karlsdóttir, Vilborg Óttarsdóttir, Diljá Salka Ólafsdóttir, Eva Margrét Þráinsdóttir, Karólína Waagfjörð Björnsdóttir og Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir. Samningarnir gilda fyrir komandi keppnistímabil hjá meistaraflokki kvenna 2025-26.
Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að þetta sé mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu kvennaliðsins á Selfossi, sem var skráð til leiks á Íslandsmótinu í fyrsta skiptið í fyrra.


