Selfoss í úrslitakeppnina – Hanna markadrottning deildarinnar

Selfyssingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta þrátt fyrir 30-19 tap gegn Val á útivelli.

Valskonur höfðu undirtökin allan leikinn og leiddu í hálfleik, 12-7. Selfyssingar náðu sér ekki á strik í seinni hálfleik og forskot Vals jókst um sex mörk til viðbótar. Lokatölur 30-19.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga í leiknum með 9 mörk og þar með tryggði hún sér markadrottingartitilinn í Olísdeildinni í vetur. Hanna skoraði 159 mörk í deildinni en næst henni kom Kristín Guðmundsdóttir, Val, með 149 mörk. Kristín var markahæst Valskvenna í kvöld með 8 mörk.

Kristrún Steinþórs­dótt­ir, Thelma Kristjáns­dótt­ir og Harpa Brynj­ars­dótt­ir skoruðu allar 2 mörk fyrir Selfoss og þær Hulda Þrast­ar­dótt­ir, Helga R. Ein­ars­dótt­ir, Heiða Ei­ríks­dótt­ir og Car­men Palam­ariu skoruðu allar 1 mark.

Selfoss mætir deildarmeisturum Gróttu í 8-liða úrslitunum. Það lið sem fyrr sigrar tvo leiki kemst í undanúrslit. Fyrsti leikur liðanna verður á Seltjarnarnesi að kvöldi annars í páskum kl. 19:30. Liðin mætast svo á Selfossi miðvikudaginn 8. apríl kl. 19:30 og komi til oddaleiks verður hann á Nesinu laugardaginn 11. apríl kl. 16.

Fyrri greinSnarræði slökkviliðs bjargaði miklu
Næsta greinFyrirhugað að opna matarsmiðju á Sólheimum