Selfoss í úrslit þrátt fyrir tap

Hrvoje Tokic skoraði mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru komnir í undanúrslit B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu, þrátt fyrir 1-2 tap á heimavelli gegn Kórdrengjunum í kvöld.

Kórdrengirnir komust yfir með marki úr skyndisókn á 10. mínútu og þeir bættu svo við öðru marki á 29. mínútu. Staðan var 0-2 í leikhléi.

Hrvoje Tokic minnkaði muninn á fjórðu mínútu síðari hálfleiks en fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góðar sóknir beggja liða.

Selfoss og Kórdrengir luku keppni með 12 stig í 1. og 2. sæti riðilsins en Selfyssingar hafa mun betra markahlutfall. Það skýrist um helgina hvaða lið fylgja Selfossi í undanúrslitin sem leikin verða um næstu helgi.

Fyrri greinLóan er komin!
Næsta greinVélsleðaslys á Heklu