Selfoss í toppsætið

Elín Krista Sigurðardóttir skoraar eitt af mörkum Selfoss, fyrir framan tóma áhorfendastúkuna í Set-höllinni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss tyllti sér á topp Grill-66 deildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur á botnliði Fjölnis/Fylkis í Set-höllinni á Selfossi í dag.

Sóknarleikur liðanna var ekki burðugur á upphafsmínútunum og eftir fimmtán mínútna leik var staðan aðeins 3-2, Selfyssingum í vil. Þá tóku heimakonur við sér, náðu sjö marka forskoti og leiddu í hálfleik 12-5.

Fjölnir/Fylkir skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleiknum og minnkaði muninn í fjögur mörk. En þá fór sóknin aftur í gang hjá Selfyssingum, þær náðu átta marka forskoti, 19-11, og þurftu ekki að hafa áhyggjur miklar áhyggjur af framhaldinu. Selfoss kláraði leikinn af öryggi og sigraði 25-19.

Agnes Sigurðardóttir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Kristín Una Hólmarsdóttir skoraði 5, Elín Krista Sigurðardóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3 og þær Tinna Soffía Traustadóttir, Katla Björg Ómarsdóttir og Roberta Stropé skoruðu allar 2 mörk.

Selfoss hefur nú 21 stig í toppsæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan ÍR, sem á leik til góða.

Fyrri greinFerðamaður rotaðist við Gullfoss
Næsta greinJanus Daði leysti málin á lokakaflanum