Selfoss í brasi í sókninni

Hannes Höskuldsson skoraði sjö mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd/Selfoss Handbolti - Sigurður Ástgeirsson

Ungmennalið Selfoss tapaði nokkuð sannfærandi gegn HK þegar liðin mættust í Grill 66 deild karla í handbolta í Iðu í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af og lítið skorað fyrsta korterið. Í stöðunni 4-4 tóku HK-ingar af skarið og náðu fimm marka forskoti, 9-14 í hálfleik.

Selfyssingum gekk illa í sókninni í seinni hálfleik og aldrei kom til þess að þeir næðu að saxa á forskot gestanna. Staðan var 14-20 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en HK jók muninn enn frekar á lokakaflanum og sigraði að lokum, 17-25.

Hannes Höskuldsson var markahæstur Selfyssinga með 4/2 mörk. Anrór Logi Hákonarsson, Guðjón Baldur Ómarsson og Vilhelm Freyr Steindórsson skoruðu allir 3, Sölvi Svavarsson 2 og þeir Sæþór Atlason og Ísak Gústafsson skoruðu sitt markið hvor.

Alexander Hrafnkelsson var með 28% markvörslu í marki Selfoss en hann varði 10 skot.

Fyrri greinSjaldséður þokubogi í Sandvíkurhreppnum
Næsta greinTilraun með Bokashi jarðgerð skilar góðum árangri