Selfoss í botnsætinu

Grace Rapp sendir boltann fram völlinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss lauk leik í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á heimavelli í kvöld með 0-2 tapi gegn ÍBV.

Leikurinn var í járnum allan tímann og markalaus allt þar til fimmtán mínútur voru eftir að ÍBV komst yfir með góðu skallamarki. Selfoss náði ekki að skapa sér teljandi færi á lokakaflanum og þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum tvöfaldaði ÍBV forskotið með ódýru marki og þar við sat.

Selfoss varð í neðsta sæti A-deildar Lengjubikarsins eftir fimm leiki, án stiga, með markatöluna 2-20.

Fyrri greinJákvæðir ársreikningar í ríki hamingjunnar
Næsta greinÓskar skipaður forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins