Selfoss í 3. sæti á NM

Blandað lið Selfoss náði frábærum árangri á Norðurlandamóti unglinga í hópfimleikum í Ásgarði í Garðabæ í morgun og tryggði sér 3. sætið eftir æsispennandi keppni.

Lið Holmen frá Noregi sigraði með 50,633 stig og Flemming frá Danmörku varð í 2. sæti með 48,733. Rétt á eftir Dönunum komu Selfyssingar í 3. sæti með 48,133 stig.

Selfossliðið hefur verið á uppleið í vetur og krakkarnir toppuðu á réttum tíma með frábæru móti í dag. Meðal annars sýndu Selfyssingarnir frábærar æfingar á gólfi þar sem þau fengu 17,533 í einkunn.

Sjö lið frá Norðurlöndunum tóku þátt í keppninni í morgun en eftir hádegi verður keppt í stúlkna- og drengjaflokkum.

Fyrri greinRæktó í söluferli
Næsta greinPrófkjör D-listans í Rangárþingi ytra í dag