Selfoss í 3. sæti á Norden Cup

Lið Selfoss í 2003 árgangi náði frábærum árangri á Norden Cup í handbolta í Gautaborg í Svíþjóð á milli jóla og nýárs.

Mótið er árlegt en það sækja bestu liðin frá öllum Norðurlöndunum. Frá Selfossi fóru tvö lið á mótið, 2003 og 2001 árgangar stráka en bæði lið urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki seinasta vetur og tryggðu sér þannig þátttökurétt.

2003 liðið náði frábærum árangri á mótinu og vann bronsverðlaun. Selfoss vann 5 af 6 leikjum á mótinu og sýndi svo ekki verður um villst að þeir eru með eitt allra besta liðið á Norðurlöndunum en liðið sigraði til að mynda Linköping frá Svíþjóð 24-13 í leiknum um 3. sætið.

2001 liðið lék í elsta aldursflokki sem samanstendur af liðum fæddum 2000 og 2001. Þrátt fyrir að leika gegn eldri liðum unnu þeir 2 leiki af 4 í riðli og vorum einungis einu marki frá 8-liða úrslitum. Þeir enduðu að lokum í 15. sæti með þrjá sigra í sjö leikjum eftir að hallað hafi undan fæti á næst seinasta leikdegi.