Selfoss í 2. sæti á TM mótinu

Lið Selfoss og Breiðabliks ásamt þjálfurum sínum eftir úrslitaleikinn á Hásteinsvelli. Ljósmynd/TMmótið

Selfoss varð í 2. sæti af 116 liðum á TM mótinu í Vestmannaeyjum í síðustu viku eftir magnaða frammistöðu þessara efnilegu knattspyrnukvenna á mótinu.

Á leið sinni í úrslitaleikinn vann Selfoss-1 alla níu leiki sína með samanlagðri markatölu 26-5 og mætti Breiðablik í úrslitaleiknum. Þar höfðu Blikar betur, 3-0 eftir hörkuleik á Hásteinsvelli.

Hildur Eva Bragadóttir, Selfoss, og Telma Svava Andrésdóttir, Hamri, voru valdar í lið mótsins og þær voru einnig fulltrúar sinna félaga í landsleik mótsins. Pressuliðið sigraði þann leik 5-2 en Telma Svava skoraði annað marka landsliðsins.

Hamar 1 vann Álseyjarbikarinn. Ljósmynd/TM mótið
Hamar 2 vann Bergeyjarbikarinn. Ljósmynd/TM mótið
KFR 1 vann Drangavíkurbikarinn. Ljósmynd/TM mótið
Hildur Eva og Telma Svava voru valdar í lið mótsins. Ljósmynd/TM mótið
Fyrri greinNíu sækja um starf byggðaþróunarfulltrúa
Næsta greinJónsmessan haldin hátíðleg á Eyrarbakka