Selfoss heimsækir Tindastól í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss mætir Tindastóli í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu en dregið var í hádeginu í dag.

Liðin munu mætast á Sauðárkróki, laugardaginn 27. maí kl. 16.

Tveir aðrir Bestudeildarslagir verða í 16-liða úrslitunum; Keflavík tekur á móti Þór/KA og stórleikur umferðarinnar er viðureign Þróttar R og Vals.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:
KR – Víkingur R.
ÍBV – Grindavík
FHL – FH
Grótta – Stjarnan
Breiðablik – Fram

Fyrri greinGlysrokkarar úr Hveragerði í þriðja sæti á Samfés
Næsta greinOlga endurkjörin í stjórn ÍSÍ