Selfoss hafði betur í Hólminum

Jessica Tomasetti var besti maður vallarins og nálægt þrefaldri tvennu. Ljósmynd: Selfoss karfa/BRV

Selfoss vann góðan sigur á Snæfelli í 1. deild kvenna í körfubolta í Stykkishólmi í kvöld. Lokatölur í Hólminum urðu 55-71.

Leikurinn var hnífjafn í upphafi en í 2. leikhluta hélt Selfoss Snæfelli í 6 stigum og staðan var 25-33 í hálfleik. Selfoss lét kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiks og snemma í 4. leikhluta var staðan orðin 43-60 og sigur Selfoss nánast í höfn.

Jessica Tomasetti var besti maður vallarins, hún skoraði 22 stig fyrir Selfoss, tók 12 fráköst og sendi 8 stoðsendingar.

Selfoss er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig en Snæfell er í 6. sæti með 12 stig.

Snæfell-Selfoss 55-71 (19-19, 6-14, 15-22, 15-16)
Tölfræði Selfoss: Jessica Tomasetti 22/12 fráköst/8 stoðsendingar, Anna Katrín Víðisdóttir 12, Mathilde Boje Sorensen 11/4 fráköst, Valdís Una Guðmannsdóttir 8/6 fráköst, Perla María Karlsdóttir 6/7 fráköst, Gígja Marín Þorsteinsdóttir 6/4 fráköst, Sigríður Svanhvít Magnúsdóttir 4/4 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 2/4 fráköst.

Fyrri greinÞeir sem vilja morgunmat í kvöldmat geta nýtt tækifærið
Næsta greinStigasöfnun sunnlensku liðanna áfram dræm