Selfoss gaf eftir í seinni hálfleik

Selfoss tapaði 31-23 þegar liðið mætti Stjörnunni í Olís-deild kvenna í handknattleik á laugardaginn.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en Stjarnan leiddi með einu marki í hálfleik, 13-12. Bensínið var hins vegar fljótt að klárast á Selfosstanknum í seinni hálfleik enda var leikurinn gegn Stjörnunni þriðji leikur Selfoss á sex dögum.

Stjörnukonur settu í gírinn í síðari hálfleik og að lokum skildu átta mörk liðin að.

Selfoss er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með 8 stig en Stjarnan er í 2. sæti með 21 stig.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var lang markahæst Selfyssinga með 12 stig, Perla Albertsdóttir og Adina Ghidoarca skoruðu báðar 3 mörk, Carmen Palamariu 2 og þær Hulda Dís Þrastardóttir, Anna Kristín Einarsdóttir og Dijana Radojevic skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinBjörgvin sigraði og setti fimm Íslandsmet
Næsta greinNýr ráðherra heimsótti Matvælastofnun