Selfoss – Fram í beinni

Selfyssingar hefja leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir nýkrýndum Reykjavíkurmeisturum Fram í Egilshöllinni.

Norðmennirnir Endre Brenne og Ivar Skjerve verða væntanlega með í leiknum en þeir eru komnir til landsins og byrjaðir að æfa. Babacar Sarr er ekki kominn til landsins og Robert Sandnes er ekki kominn með leikheimild.

Leikurinn hefst kl. 17 og verður í beinni útsendingu á sporttv.is.