Selfoss fer til Tékklands í 1. umferð

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga í dag. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Karlalið Selfoss í handbolta mætir tékkneska liðinu KH ISMM Kopřivnice í fyrstu umferð Evrópubikarsins. Dregið var í fyrstu tvær umferðirnar í morgun í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki.

Kopřivnice varð í 5. sæti í tékknesku deildinni á síðasta keppnistímabili.

Fyrri leikur liðanna verður spilaður í Tékklandi 11. eða 12. september og seinni leikurinn fer fram viku síðar á Selfossi.

Sigurvegarinn úr einvígi Selfoss og Kopřivnice mætir RK Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu í 2. umferð en liðið varð í 4. sæti í Slóvensku deildinni á síðasta keppnistímabili.

UPPFÆRT 14:15

Fyrri grein„Af hverju ekki að ráðast á meinið þar sem það er staðsett?“
Næsta greinFimm hross týnd á fjöllum