Selfoss fékk Víking í bikarnum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss dróst á móti Lengjudeildarliði Víkings Reykjavík í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu.

Dregið var í hádeginu í dag en liðin munu mætast í Víkinni 15. eða 16. júní næstkomandi.

Þetta verður áhugaverð viðureign en Selfoss er í næst neðsta sæti Bestu deildarinnar á meðan Víkingur er í toppsæti Lengjudeildarinnar og hefur ekki tapað leik í sumar. Víkingur sló KR út í 16-liða úrslitunum á meðan Selfoss gerði góða ferð á Sauðárkrók og sigraði Tindastól.

Fyrri greinDýpkunarskip á leið í Landeyjahöfn
Næsta greinBerglind kosin í stjórn Félags húsgagnabólstrara