Selfoss fékk stóran skell

Kvennalið Selfoss tapaði illa þegar liðið heimsótti ÍBV til Vestmannaeyja í Pepsi-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Eyjakonur sigruðu 7-1.

Yfirburðir ÍBV voru miklir í fyrri hálfleik og eftir aðeins sautján mínútna leik var staðan orðin 3-0. Eva Lind Elíasdóttir minnkaði muninn í 3-1 mínútu síðar en ÍBV svaraði með fjórum mörkum í röð og staðan var 7-1 í hálfleik. Það urðu lokatölur leiksins því seinni hálfleikur var markalaus.

Selfoss er áfram í 6. sæti deildarinnar með sjö stig.