Selfoss fékk Stjörnuna í undanúrslitum

Selfoss mætir Stjörnunni í undanúrslitum Coca-Cola bikars kvenna í handknattleik. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Haukar og Fram.

Undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 23. febrúar kl. 17:15 og 19:30. úrslitaleikurinn verður svo leikinn laugardaginn 25. febrúar.

Selfoss sló Gróttu út í 8-liða úrslitum í síðustu viku. Liðið mætti svo Stjörnunni á útivelli í Olís-deildinni síðastliðinn laugardag og þar hafði Stjarnan betur, 32-29, eftir jafnan leik.