Selfoss fékk Stjörnuna á útivelli

Í hádeginu í dag var dregið í 32-liða úrslitum í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Hamar mætir KF á heimavelli en Selfoss heimsækir Stjörnuna.

Hamarsmenn, sem leika í 3. deildinni, fengu heimaleik á Grýluvelli og Ingólfur Þórarinsson, þjálfari Hamars, dró síðan KF uppúr pottinum. KF leikur í 2. deildinni mæta þar 2. deildarliði Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

Selfyssingar, sem leika í 1. deild, munu mæta Pepsi-deildarliði Stjörnunnar á gervigrasvellinum í Garðabæ.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 26.-28. maí næstkomandi.