Selfoss fékk skell gegn 1. deildarliði

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Selfoss. Ljósmynd/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Selfoss tapaði stórt þegar liðið heimsótti HK í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta í gærkvöldi.

HK situr í toppsæti 1. deildarinnar á meðan Selfoss er í neðri hluta Olísdeildarinnar. Heimakonur höfðu góð tök á leiknum og leiddu 15-13 í hálfleik en munurinn jókst svo enn frekar í seinni hálfleik og að lokum skildu átta mörk liðin að, 29-21.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga í leiknum með 5 mörk.

Fyrri greinÁrborg vill skoða minni sameiningarkosti
Næsta greinBókakynning og léttir tónar á Mika