Selfoss fékk skell fyrir norðan

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði 6-0 gegn Þór/KA í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í dag.

Mörkin komu öll á þrjátíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þór/KA braut ísinn á 14. mínútu og fimm mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Þriðja markið kom á 28. mínútu og það fjórða mínútu síðar. Staðan var orðin 5-0 á 39. mínútu og einni mínútu fyrir leikhlé skoraði Þór/KA sjötta og síðasta mark leiksins.

Selfoss er í neðsta sæti A-deildarinnar án stiga og mætir ÍBV í lokaumferðinni en Eyjaliðið er einnig stigalaust.

Fyrri greinEr brjálað að gera?
Næsta greinHellisheiði lokað eftir að olíuflutningabíll fór útaf