Selfoss fékk ÍR í undanúrslitunum

Selfyssingar drógust gegn úrvalsdeildarliði ÍR þegar dregið var í 4-liða úrslit Símabikars karla í handbolta í hádeginu í dag.

Í hinum leiknum mætast Akureyri og Stjarnan.

Selfyssingar tryggðu sér sæti í undanúrslitunum með því að leggja ÍBV fyrr í vikunni og N1-deildarlið Vals í 16-liða úrslitum.

Úrslitakeppnin verður með “final-four” fyrirkomulagi þar sem undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram sömu helgina, 8.-10. mars.

Fyrri greinBlóðheitar ástríður í Þorlákshöfn
Næsta greinElín Jónasdóttir látin