Selfoss fékk ÍBV í bikarnum

Kvennalið Selfoss mætir ÍBV á heimavelli í átta liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

Dregið var í hádeginu í dag og sá Arna Ómarsdóttir um að draga fyrir hönd Selfoss en hún hafði úr litlu að velja þar sem ÍBV var síðasta kúlan upp úr pottinum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Selfoss kemst í átta liða úrslit í bikarnum en mótherjinn er í 8. sæti Pepsi-deildarinnar og hefur aðeins unnið einn leik í deildinni í sumar – gegn Selfoss í fyrstu umferð deildarinnar. Selfyssingar eru í 6. sæti í Pepsi-deildinni.

Leikur Selfoss og ÍBV verður á JÁVERK-vellinum 27. eða 28. júní næstkomandi.

Hinar viðureignirnar í átta liða úrslitunum eru:
Þróttur – Stjarnan
Fylkir – KR
Valur – Breiðablik

Fyrri greinEvrópsk kvikmyndahátíð á Flúðum
Næsta greinMeð geitungabú í svefnherberginu