Selfoss fékk ÍBV í bikarnum

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu dróst gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Dregið var í hádeginu í dag.

Það verður því um sannkallaðan Suðurlandsslag að ræða á Hásteinsvelli föstudaginn 3. júlí kl. 17:30. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum keppninnar í fyrra og þá sigraði Selfoss eftir vítaspyrnukeppni og mikla dramatík. Selfyssingar fóru svo alla leið í úrslitaleikinn gegn Stjörnunni.

Þegar Selfoss og ÍBV mættust í Pepsi-deildinni á dögunum höfðu Selfyssingar betur, 3-2, með sigurmarki á lokamínútunni.

Fyrri greinFjölgun brota veldur lögreglu áhyggjum
Næsta greinGírkassinn bilaði í blálokin