Selfoss fékk ÍA í bikarnum

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu fékk heimaleik gegn ÍA þegar dregið var í 16-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í hádeginu í dag.

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, dró Skagamenn upp úr pottinum en bæði lið leika í Pepsi-deildinni.

Sextán liða úrslitin verða leikin 6. og 7. Júní næstkomandi, en áður en til þess kemur mætast Selfoss og ÍA í deildinni á JÁVERK-vellinum næstkomandi mánudagskvöld.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum:
KR – FH
Breiðablik – Þróttur
Þróttur eða BÍ/Bol – ÍR
Afturelding – Valur
Álftanes – ÍBV
Þór/KA – Fylkir
Víkingur Ó – Stjarnan