Selfoss fékk HK í bikarnum

Ljósmynd: Selfoss / Sigurður Ástgeirsson

Selfoss mun mæta HK í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta en dregið var í hádeginu í dag.

Leikurinn mun fara fram í Set-höllinni á Selfossi 7. eða 8. febrúar og mun sigurliðið komast í „final-4“ úrslitahelgina.

Aðrir leikir í 8-liða úrslitunum eru Fram-Valur, Víkingur-Haukar og Stjarnan-ÍBV.

Fyrri greinÞrettándagleði á Selfossi á föstudaginn
Næsta greinHámarksútsvar hjá öllum nema GOGG