Selfoss fékk heimaleik í undanúrslitunum

Selfoss mun annað hvort mæta Val eða KR í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

„Mín ósk var að fá heimaleik. Sama hvort við mætum KR eða Val þá verður þetta hörkuleikur. Þetta eru svipuð lið og þegar komið er í bikarleik þá leggja liðin allt undir. Ég er ánægðust með að við fáum að spila á Selfossi,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður Selfoss, í samtali við fotbolti.net.

Dregið var í hádeginu í dag en það skýrist ekki fyrr en þann 11. júlí hvort andstæðingur Selfoss verður Valur eða KR en þá fer leikur þeirra í 8-liða úrslitunum fram.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fylkir og Stjarnan og fara leikirnir fram laugardaginn 25. júlí.

Fyrri greinStraumlaust víða í Árnessýslu
Næsta greinAnderson til FSu