Selfoss fékk heimaleik gegn Val

Selfoss og Valur mætast á JÁVERK-vellinum á Selfossi í stórleik 16-liða úrslita Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu.

Dregið var í 16-liða úrslitin í hádeginu í dag.

Selfoss hefur mætt Stjörnunni í úrslitaleik Borgunarbikarsins undanfarin tvö ár og sló einmitt Val út í undanúrslitum í fyrra.

Leikur Selfoss og Vals fer fram laugardaginn 11. júní næstkomandi.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:
Keflavík-Breiðablik
FH-Stjarnan
Þór/KA-Grindavík
KR-ÍBV
Fylkir-Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.
Haukar-ÍA
HK/Víkingur-Þróttur R.