Selfoss fékk Hauka og Gróttu

Dregið var í átta liða úrslit Coca-Cola bikars karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Bæði Selfossliðin fengu útileiki.

Karlalið Selfoss leikur gegn Haukum á Ásvöllum og fer leikurinn fram 9. eða 10. febrúar.

Kvennalið Selfoss leikur gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og fer leikurinn fram 7. eða 8. febrúar næstkomandi.

Átta liða úrslit Coca-cola bikars karla:
Haukar – Selfoss
Fram – FH
Grótta – Afturelding
Valur – Stjarnan

Átta liða úrslit Coca-cola bikars kvenna:
Stjarnan – ÍBV
Fylkir – Fram
Afturelding – Haukar
Grótta – Selfoss