Selfoss fékk Gróttu í bikarnum

Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit í Coca-Cola bikars karla í handbolta. Selfoss fékk útileik á móti Gróttu á Seltjarnarnesi.

Grótta leikur í 1. deildinni, eins og Selfoss, og eru liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar. Liðin skildu jöfn, 25-25, í deildarleik á Selfossi í október þannig að búast má við hörkuleik á Seltjarnarnesi 8. eða 9. desember næstkomandi.

Aðrir leikir í 16-liða úrslitunum eru:

Akureyri-HK
ÍH-FH
Víkingur-Haukar
Valur 2-Valur
Haukar 2-ÍBV
Afturelding-Fram
Völsungur-ÍR

Fyrri greinJólabingó á Bakkanum í kvöld
Næsta greinBjörguðu villtri bréfdúfu