Selfoss fékk á sig 40 mörk – og tapaði

Elvar Örn Jónsson skoraði 6 mörk fyrir Selfoss í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Selfyssingar töpuðu illa þegar þeir heimsóttu Hauka á Ásvelli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 40-30.

Haukar voru mun sterkari fyrstu tuttugu mínútur leiksins og náðu mest níu marka forskoti, 16-7. Selfoss tók sig taki undir lok fyrri hálfleiks en staðan var 22-14 í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks var endanlega ljóst hvert stefndi, Haukar komust í 31-19 og Selfyssingar virtust aldrei líklegir til þess að svara fyrir sig. Munurinn varð mestur þrettán mörk, 35-22. Selfoss klóraði aðeins í bakkann síðustu tíu mínútur leiksins en munurinn var orðinn allt of mikill.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 8 mörk, Einar Sverrisson og Sverrir Pálsson skoruðu 5, Guðjón Ágústsson 4, Hergeir Grímsson 3 og þeir Magnús Öder Einarsson, Árni Steinn Steinþórsson, Alexander Egan, Teitur Örn Einarsson og markvörðurinn Einar Vilmundarson skoruðu allir eitt mark.

Einar varði 7 skot í marki Selfoss og Helgi Hlynsson 6/2.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en Haukar eru í 3. sætinu með 14 stig.

Fyrri greinHarður árekstur á Hellisheiði
Næsta greinViðar valinn sóknarmaður ársins í Svíþjóð