Selfoss fékk Þrótt í bikarnum

Selfoss heimsækir 1. deildarlið Þróttar R. í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu.

Dregið var í 8-liða úrslitin núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ.

Selfoss sló 3. deildarlið KB út í 16-liða úrslitum en Þróttarar lögðu Valsmenn að velli. Þróttur situr á botninum í 1. deild karla.

Í hinum leikjum 8-liða úrslitanna mætast ÍBV og KR, Fram og Stjarnan og 1. deildarlið Víkings fær Grindavík í heimsókn.