Selfoss fær þýskan markmann

Philipp Seidemann. Ljósmynd/UMFS

Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við þýska markmanninn Philipp Seidemann og hefur hann gert samning til ársins 2027.

Seidemann, sem er 23 ára gamall, er alinn upp í akademíunni hjá Leipzig. Hann kemur á Selfoss frá Plauen Oberlosa í þýsku 3. deildinni, en þar áður lék hann með Glauchau Meerane og Dessau-Roßlauer.

„Við fögnum því að Philipp velji að taka sín næstu skref með ungu og efnilegu liði Selfoss í Olísdeildinni í vetur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinÓlafur Hrannar áfram með Hamarsliðið
Næsta greinGuðjón Ragnar skipaður skólameistari FAS